Spegillinn

Leigubílstjórar leggja niður störf og #metoo fimm árum síðar


Listen Later

Spegillinn, 16. desember 2022
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir.
Leigubílstjórar ætla að skerða þjónustu um helgina og ekki að keyra í tvo sólarhringa frá mánudagsmorgni til að mótmæla samþykkt leigubílafrumvarpsins. Daníel Einarsson, formaður Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra segir að stjórnvöld hafi sett stéttina á útrýmingarlista. Oddur Þórðarson talaði við hann.
Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna 78 segir það hrollvekjandi að mennirnir sem ákærðir eru í hryðjuverkamálinu hafi rætt að fremja fjöldamorð í gleðigöngu hinsegin daga. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við hann.
Vilji Samtaka atvinnulífsins stendur til að semja hratt og örugglega við Eflingu á sömu nótum og við Starfsgreinasambandið að sögn Halldórs Benjamíns Þorbergssonar framkvæmdastjóra SA. Sólveig Anna Jónsdóttir. formaður Eflingar segir það aldrei verða samþykkt.
Kennitöluflakkarar geta lent í allt að tíu ára banni frá atvinnurekstri ef þeir brjóta ítrekað af sér, samkvæmt nýjum lögum frá Alþingi. Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman.
Umsátursástand myndaðist við dýragarðinn í Furuvik í Svíþjóð þar sem fimm simpansar sluppu af svæði sínu á miðvikudag. Þrír simpansanna voru skotnir til bana og einn liggur hreyfingarlaus eftir byssuskot. Róbert Jóhannsson sagði frá.
------------
Meðal þeirra breytinga á fjárlögum sem lagðar voru til af fjármálaráðherra milli umræðna, voru stóraukin framlög til lögreglu; um hálfur milljarður í aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi og 900 milljónir sem í tilkynningu fjármálaráðuneytisins segir að séu tilkomnar með hliðsjón af markmiðum um viðbragðstíma, málsmeðferðarhraða og öryggisstig. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri fagnar því að bæta eigi í fjárveitingar til lögreglunnar, hún hafi lengi verið undirfjármögnuð og undirmönnuð. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana.
Um þessar mundir eru fimm ár frá því að #metoo-byltingin, eða -bylgjan, barst hingað til lands. Þá risu konur upp og sögðu frá kynferðislegri áreitni og -ofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir í lífinu. Kristján Sigurjónsson ræðir við Gyðu Margréti Pétursdóttur, prófessor í kynjafræði við HÍ um áhrif bylgjunnar og hvernig hún birtist hér.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

469 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

27 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

12 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

70 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

10 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

7 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

5 Listeners