Mikil verðbólga skýrist meðal annars af því að janúarútsölur hafa ekki verið lélegri í nítján ár. Hagfræðideild Landsbankans telur að verslanir hafi lækkað verð minna en í meðalári, vegna þess að Íslendingar séu nú háðari því að kaupa föt og skó hér á landi í faraldrinum.
Mannleg mistök urðu til þess að hundraða milljóna króna tjón varð í Háskóla Íslands í síðustu viku, þegar stofnlögn fór í sundur. Þetta er niðurstaða greiningar Veitna.
Þjóðvegur eitt yfir Jökulsá á Fjöllum er nú lokaður við brúna nærri Grímsstöðum eftir að mikið krapaflóð fór yfir veginn.
Heilbrigðisráðherra segir að Íslendingar muni fá alla þá skammta af bóluefni gegn COVID-19 sem eigi að koma, þótt einhver breyting verði á afhendingaráætlun.
39 hús á Seyðisfirði skemmdust í skriðuhrinunni fyrir jól, þar af eru 12 alveg ónýt.
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra flutti munnlega skýrslu sína um öflun og dreifingu bóluefnis á Alþingi í dag.. Svandís fór í byrjun yfir það hvernig bóluefni berst hingað. Við yrðum að vera því viðbúin að það kæmi til landsins í skömmtum og bólusetning gengi hægt og bítandi fyrri helming ársins. Í gær var búið að bólusetja um 10.500 tíu þúsund og fimm hundruð að hluta eða öllu leyti. Framkvæmdin hefði gengið vel. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman.
Yfir 75% Íslendinga telja að innflytjendur hafi haft góð áhrif á samfélagi. Þetta kemur fram í umfangsmikilli rannsókn sem gerð var 2018. Þar kemur líka fram að tekjur tæplega 60% innflytjenda voru undir 400 þúsund krónum á mánuði. Arnar Páll Hauksson talar við Hermínu Gunnþórsdóttur.
Skoski þjóðarflokkurinn stefnir nú á aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um skoskt sjálfstæði, hvað sem breska stjórnin segir, nái flokkurinn meirihluta í skosku þingkosningunum í vor. Sigrún Davíðsdóttri sagði frá.