Fréttir:
Tvö lík fundust á Sólheimasandi fyrr í dag. Lögregla telur að fólkið hafi orðið úti.
Niðurstöður sérfræðinga á Veðurstofunni benda til þess að flóðin sem féllu á flateyri í gær séu með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum,
Unglingsstúlkan sem lenti í snjóflóðinu á Flateyri í fyrrinótt, var viss um að henni yrði bjargað. Móðir hennar hafði sömu sannfæringu.
Tugmilljónir íbúa í ríkjum í sunnanverðri Afríku þurfa hið bráðasta á mataraðstoð að halda vegna þurrka og annarra ástæðna. Sameinuðu þjóðirnar vantar á þriðja hundrað milljónir dollara til kaupa á matvælum.
Lengri fréttapistlar:
Það eru ekki allir öruggir heima hjá sér. Varnargarða skortir á átta þéttbýlissvæðum þar sem snjóflóðahætta er mikil. Eftir snjóflóðin mannskæðu í Súðavík og á Flateyri árið 1995 ákváðu stjórnvöld að grípa til aðgerða til að minnka líkur á að slík flóð kostuðu fleiri mannslíf. Ekki sér fyrir endann á uppbyggingunni sem hefur ítrekað tafist. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir sveitarfélögin lengi hafa talað fyrir daufum eyrum.
Félagsmenn í Starfsgreinasambandinu eiga nú kost á þriggja mánaða launuðu námsleyfi og allir fá 30 daga orlof. Þetta eru nýmæli í kjarasamningi 17 félaga sem undirritaður var í dag.