Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gefið út leyfi fyrir notkun bóluefnis við COVID 19 sem Pfizer og BioNTech þróuðu. Útlit er fyrir að hægt verði að byrja að bólustetja í ríkum sambansi áramót. Á Íslandi verður markaðsleyfi fyrir bóluefnið gefið út í síðasta lagi á Þorláksmessu. Ásgeir Tómasson sagði frá, Marie Agnes Heine, yfirmaður samskiptasviðs EMA kynnti ákvörðunina.
Það var erfitt að koma heim, afskaplega nöpur tilfinning. Þetta segir íbúi á Seyðisfirði. Yfir hundrað Seyðfirðingar fengu í dag að sækja nauðsynjar í fylgd björgunarsveitarmanna. Hólmfríður Dagný Friðjónsdótir ræddi við Svein Óskarsson, Sigurjón Þóri Guðmundsson, Austin Thomasson, Daeja Otharsson og Stefaníu Stefánsdóttur.
Þau ríki sem hafa lokað á flug frá Bretlandi eiga það flest sameiginlegt að vera ekki með skimun á landamærum. Þetta segir Alma Möller landlæknir.
---------
Ferðabann er í gildi frá Bretlandi, og ýmis lönd leyfa íbúum Bretlands ekki lengur að koma til sín. Þetta er staðan nú þegar Brexit er á næsta leiti.
Á níutíu árum Ríkisútvarpsins hefur það ekki breyst hvað er frétt en alls konar litlar fréttir sem voru áður sagðar daglega rata nú frekar á vefinn en ljósvakamiðlana segir Broddi Broddason varafréttastjóri, Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við hann og Rakel Þorbergsdóttur, fréttastjóra.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar fréttahlutans: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir