Spegillinn

Líf milljóna gætu verið í hættu


Listen Later

Vísbendingar eru um að COVID-19 faraldurinn sé að færast í aukana hér á landi, segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Alls eru 330 staðfest tilfelli hér á landi, sem er fjölgun um 80 frá því í gær. Á veirufræðideild Landspítalans hafa verið staðfest 73 smit, eða um 15 prósent af innsendum sýnum. Sú prósentutala hefur hækkað. Hún var 10 prósent í gær.
Þjóðir heims verða að taka höndum saman til að koma í veg fyrir COVID-19 sjúkdómurinn berist til fátækustu ríkja heims. Ella er hætta á að hann verði milljónum manna að bana, segir framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Fleiri hafa látist af völdum veirunnar á Ítalíu en á meginlandi Kína.
Ekki sér fyrir endann á verkfalli Eflingar í fimm sveitarfélögum. Sex skólar eru enn lokaðir. Klögumálin ganga á víxl, og deilendur virðast ekki reiðubúnir að slaka á kröfum sínum.
Þrítugur karlmaður, sem handtekinn var í nótt, grunaður um aðild að eldsvoðanum á skemmtistaðnum Pablo Discobar í miðborg Reykjavík, er sá hinn sami og olli stórhættu í síðustu viku, þegar hann stal steypubíl í miðborginni og ók honum meðal annars á móti umferð.
Prófessor í sagnfræði segir ekki miklar líkur að forseti Íslands fái mótframboð. Þær séu líklega enn minni vegna ástandsins sem nú ríkir. Kjörtímabili forsetans lýkur í lok júní. Arnar Páll Hauksson talar við Guðmund Hálfdánarson.
Lagaprófessor segir að ekki sé hægt að útiloka, ef til forsetakosninga kemur, að þeim verði frestað vegna COVID-ástandsins. Þó að ákvæði séu um tímasetningu forsetakosninga í stjórnarskrá er mögulegt að fresta þeim á grundvelli óskráðra neyðarréttarsjónarmiða. Arnar Páll Hauksson talar við Björgu Thorarensen.
COVID-19 tilfellum fjölgar nú hratt í Bretlandi, staðfest smit nú rúmlega 2600, 103 látnir. Breska stjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa verið alltof værukær. Nú lofar stjórnin miklum efnahagsaðgerðum en gagnrýnin í þinginu í dag kom ekki frá stjórnarandstöðunni heldur þingmönnum stjórnarflokksins, Íhaldsflokksins. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

463 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

88 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

23 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

10 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

4 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

22 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners