Umsjón: Ásgeir Tómasson
Tæknimaður: Kormákur Marðarson
Stjórn útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir
Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, segir að spítalinn ætti mjög erfitt með að takast á við covid bylgju ef hún skylli á. Staðan sé þung og óviðunandi fyrir sjúklinga og starfsfólk. Bjarni Rúnarsson ræddi við Runólf um rekstrarvandanum sem steðjar að spítalanum.
Ríkið gæti greitt tæpar 400 milljónir króna í sanngirnisbætur vegna ofbeldis sem börn sættu á Vistheimilinu á Hjalteyri. Dómsmálaráðherra hefur kynnt frumvarp um bæturnar. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá.
Vopnaverksmiðjur Rússa hafa ekki undan að framleiða eldflaugar til árása í Úkraínu að sögn yfirmanns úkraínsku leyniþjónustunnar. Því þurfa þeir að leita til annarra þjóða um kaup á vopnum. Miklar loftárásir voru gerðar á borgir víðs vegar um Úkraínu í nótt, þar á meðal Lviv, þar sem Karl Garðarsson, fyrrverandi alþingismaður og fréttastjóri, er staddur. Ásgeir Tómasson tók saman.
Bæjaryfirvöld á Akureyri ætla að ítreka þá kröfu sína við Landsnet að Blöndulína þrjú verði lögð í jarðsteng um bæjarlandið. Loftlína skerði möguleika bæjarins á nýjum byggingasvæðum. Landsnet telur jarðstreng ekki mögulegan á þessum stað. Ágúst Ólafsson ræddi málið við Höllu Björk Reynisdóttur, formann bæjarráðs.
Grýlukertum fer fjölgandi víðast hvar á landinu þessa dagana og mörg þeirra hafa náð mikilli lengd. Þau geta valdið alvarlegum slysum á fólki hrapi þau til jarðar. Mikið hefur verið að gera í dag og í gær hjá garðaþjónustu- og gluggaþvottafyrirtækjum sem taka að sér að fjarlægja kertin. María Sigrún Hilmarsdóttir sagði frá og talaði við Sigurjón Örn Steingrímsson hjá Garðaþjónustu Sigurjóns.
Flótti og síðan dauði fjögurra simpansa úr Furuvíkur dýragarðinum í Svíþjóð er einungis síðasta tilvikið í röð atvika í dýragörðum landsins, - sem sum hafa reynst banvæn ? fyrir dýr og stundum fyrir menn. Raddir heyrast um að þetta fyrirkomulag ? dýragarðar, með dýr í búrum, hafi runnið sitt skeið. Kári Gylfason, fréttaritari í Gautaborg, tók saman.