Ríkislögmaður fellst ekki á að Guðjón Skarphéðinsson, einn þeirra sem voru sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, hafi sætt andlegri og líkamlegri raun í gæsluvarðhaldi. Guðjón stefnir ríkinu og krefst bóta upp á 1,3 milljarða króna.
Þjóðverjar ætla að verja hundrað milljörðum evra í baráttuna gegn loftslagsbreytingum til ársins 2030. Aðgerða í loftslagsmálum var krafist á 575 stöðum í Þýskalandi í dag.
Milljónir barna um allan heim flykktust út á götur borga í dag til að taka þátt í mótmælum vegna loftslagsbreytinga. Nú stendur yfir dagskrá á Austurvelli þar sem vakin er athygli á afleiðingum loftslagshlýnunar.
Icelandair Group hefur gert bráðabirgðasamkomulag við Boeing um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX vélanna.
Stefnt er að því að skrifað verði undir samkomulag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu samgöngumannvirkja á fimmtudaginn í næstu viku.
Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva hafa ákveðið að sekta RÚV um fimm þúsund evrur fyrir framgöngu Hatara í Eurovision í vor. Hljómsveitin sýndi borða í fánalitum Palestínu meðan á stigagjöf stóð.
Vegasamgöngur hafa raskast í dag vegna vatnavaxta á Vesturlandi. Gul viðvörun Veðurstofunnar gildir fyrir Faxaflóa og Vestfirði en appelsínugul fyrir Breiðafjörð.
Milljónir barna um allan heim flykktust út á götur borga í dag til að taka þátt í mótmælum vegna loftslagsbreytinga. Um þrjú hundruð þúsund ungmenni tóku til dæmis þátt í Ástralíu. Fyrirmyndin eins og alþekkt er, skólaskróp Gretu Thunberg sem tók sér stöðu við sænska þinghúsið föstudag einn í ágúst í fyrra og nær alla föstudaga þaðan í frá. Anna Kristín ræddi við ung fólk á Austurvelli, Gunnhildi Fríðu Hallgrímsdóttur, Eyrúnu Dodziakos, Hálfdán Árna Jónsson og Rannveigu Guðmundsdóttir.
Formaður Náttúrverndarsamtaka Íslands hvetur forsætisráðherra að lýsa yfir auknum samdrætti í losun gróðurhúsaloftteguna á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna. Arnar Páll Hauksson tlar við Árna.
Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að búast megi við áframhaldandi hagræðingu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum á næstu misserum en starfsfólki innan greinarinnar hefur fækkað um 2.900 á síðastliðnu ári. Jóhannes segir að spár um samdrátt í komu erlendra ferðamanna hingað til lands hafi að mestu gengið eftir. Höskuldur Kári Schram talat við Jóhannes.