Fækka á framkvæmdastjórum og sviðum innan Landspítalans til að mæta miklum rekstrarhalla. Forstjóri Landspítalans þorir ekki að segja til um mögulegar uppsagnir.
Vegagerðin styður hugmyndir um þrenn ný jarðgöng á Austurlandi, sem áætlað er að kosti 64 milljarða. Þetta segir forstjóri Vegagerðarinnar.
Nefnd um mótun flugstefnu telur litla ástæðu til að flokka aðra flugvelli en Keflavíkurflugvöll sem millilandaflugvelli. Nefndarmenn eru allir á höfuðborgarsvæðinu.
Það væri hægt að minnka sótspor steypu í íslenskum byggingariðnaði um allt að 70%. Þetta segir forstöðumaður Rannóknarstofu byggingariðnaðarins. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi málið við steypusérfræðinga.
Sérfræðingar eru sammála um að vextir muni halda áfram að lækka. Þeir hafa að undanförnu lækkað nokkuð hratt í nágrannalöndum okkar. Arnar Páll Hauksson ræddi við forstöðumann greiningardeildar Arion banka og framkvæmdastjóra lífeyrissjóðanna EFÍA og LSBÍ.