Spegillinn

Lokakaflinn hafin á Sundhnúksgígaröðinni og hernaðarandstæðingur um óróann í Evrópu


Listen Later

Lokakaflinn á Sundhnúksgígaröðinni er líklega hafinn, segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur og fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands. Sennilega er innistæða fyrir einu eldgosi í viðbót, hvenær það verður er erfiðara að spá fyrir um. Og hvað gerist svo næst og hvenær? Í jarðfræðinni eru hundrað ár eins og eitt augnblik, segir Benedikt.
Það er óhætt að fullyrða að allir - eða í það minnsta nokkurn veginn allir - sem láta sig heiminn og meðbræður sína og systur einhverju varða yfirhöfuð óski þess að friður komist á í Úkraínu. En fólk greinir á um, hvernig best sé að koma því í kring. Línan hjá stjórnvöldum hér og í stærstum hluta Evrópu og Vesturlanda - þar á meðal þar til fyrir skemmstu, í Bandaríkjunum líka - hefur verið sú að eina ráðið sé að vopna Úkraínumenn, sjá þeim fyrir æ meiri og fullkomnari vopnum til að beita í stríðinu við innrásarher Rússa, uns þeir ná að reka hann af höndum sér og knýja stjórnvöld í Moskvu til samninga. Þetta gengur hins vegar ansi illa. Menn halda áfram að murka lífið hver úr öðrum á vígstöðvunum og Rússar halda líka áfram mannskæðum árásum á borgaraleg skotmörk, innviði og jafnvel íbúðahverfi, en hvorugum stríðsaðila hefur miðað nokkuð sem heitið getur um langa hríð. Og hvorugur vill gefa nokkuð eftir. Og hvað er þá til ráða? Um það eru sem fyrr segir skiptar skoðanir og engin patentlausn til - en friðarsinnar eru þó sannfærðir um að meira af því sama dugi skammt. Spegillinn hitti Stefán Pálsson sagnfræðing og hernaðarandstæðing að máli.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

6 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

13 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

73 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners