Alþingi samþykkti í dag samhljóða heildarendurskoðun sóttvarnalaga. Heilbrigðisráðherra segir þingið hafa sýnt mikilvæga samstöðu.
Vörubílstjórar þurfa að taka á sig 170 kílómetra krók með ferskan fisk, nái þeir ekki að aka brúna yfir Jökulsá á Fjöllum fyrir lokun.
Brasilískt námafyrirtæki ætlar að greiða jafnvirði 911 milljarða króna í skaðabætur vegna stíflu sem brast og varð á þriðja hundrað að bana.
Forstjóri Lyfjastofnunar segir að hugsanlega þurfi að bólusetja fólk aftur við kórónuveirunni eftir tvö ár eða breyta bóluefnum svo þau virki á stökkbreytt afbrigði.
Sundabrú kallar á hafnarframkvæmdir á athafnasvæði Samskipa. Fjöldi skipa sem leggst þar við bryggju kæmist ekki undir brúna.