Spegillinn

Manndráp í Hafnarfirði, olíubrennsa í loðnuvinnslu, gervigreind


Listen Later

Spegillinn 21. Apríl 2023
Umsjónarmaður: Ásgeir Tómasson
Tæknimaður: Mark Eldred
Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
Lögreglan hefur lokið yfirheyrslum yfir fjórum mönnum, sem voru handteknir eftir að karlmaður á þrítugsaldri lést eftir stunguárás í Hafnarfirði í gærkvöld. Ekki hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim, en verið er að fara yfir rannsóknargögn. Alma Ómarsdóttir ræddi við Grím Grímsson yfirlögregluþjón.
Héraðssaksóknari hefur hætt rannsókn á máli Vítalíu Lazarevu gegn þeim Þórði Má Jóhannessyni, Ara Edwald og Hreggviði Jónssyni.
Hún kærði þremenningana fyrir að brjóta á sér kynferðislega í heitum potti í sumarbústað haustið 2020. Málið vakti mikla athygli eftir að Vítalía sagði frá því í hlaðvarpsþættinum Eigin konur í byrjun árs í fyrra.
Brenna þurfti tæplega 17 milljónum lítra af olíu í fyrra í loðnuvinnslum landsins umfram það sem hefði þurft að gera, vegna skorts á rafmagni. Samtals brenndu verksmiðjurnar 24 milljónum olíulítra í fyrra. Benedikt Sigurðsson sagði frá og talaði við Jóhann Pétur Andersen, framkvæmdastjóra Félags fiskimjölsframleiðdenda.
Á morgun verða kafarar á vegum eigenda flutningaskipsins Wilson Skaw fengnir til að skoða skemmdirnar á skrokki þess. Eins stendur til að dæla olíu úr skipinu og yfir í varðskipið Freyju. Um borð eru um 195 tonn af olíu. Búnaður til þess var fluttur norður í dag. Skipið liggur í Steingrímsfirði á Ströndum.
Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í dag úr gildi úrskurð dómsmálaráðuneytisins um að synja dæmdum kynferðisafbrotamanni að afplána refsingu sína í gegnum samfélagsþjónustu. Valur Grettisson tók saman.
Dominic Raab, aðstoðar-forsætisráðherra og dómsmálaráðherra Bretlands, sagði af sér í dag eftir að skýrsla var birt þar sem fram kom að hann hefði sýnt undirmönnum sínum ógnandi tilburði og óviðeigandi hegðun á fundum meðan hann var dómsmála- og utanríkisráðherra. Ásgeir Tómasson sagði frá.
69 ára karlmaður var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi í París í Frakklandi fyrir sprengjuárás í bænahúsi gyðinga í borginni árið 1980. Maðurinn er af líbönsku og kanadísku bergi brotinn og er háskólaprófessor í Kanada. Róbert Jóhannsson sagði frá.
Hægt er að tala íslensku við gervigreindina GPT-4 í gegnum raddappið Emblu. Embla er app sem fólk getur talað við. Isak Regal sagði frá og talaði við Kötlu Ásgeirsdóttur og gervigreindina.
Vísindamenn á vegum Ráðgjafarmiðstöðar landbúnaðarins og Tilraunastöðvar Háskóla Íslands á Keldum vinna að því að finna verndandi arfgerð gegn riðu í sauðfé auk Karólínu Elísabetardóttur, bónda og rithö
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

470 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

24 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

28 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

11 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

70 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

9 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

7 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners