Í tilefni af degi hinna dauðu og hrekkjavöku framundan opnar Víðsjá glugga inn í fortíðina og hugarheim konu sem steig árið 1898 inn í nýstofnaðan holdsveikraspítala í Laugarnesi og orti þar dýrmætan kveðskap við lok langrar sjúkdómsgöngu. Kvæðasafn Kristínar Guðmundsdóttur, píslarskálds, er eins og smámynd af Holdsveikraspítalanum, en gefur líka ómetanlega sýn inn í hugðarefni og lífssýn Kristínar. Guðrún Ingólfsdóttir, bókmenntafræðingur, segir okkur frá henni í þætti dagsins. Tumi Árnason rýnir í sínum hálfsmánaðarlega tónlistarpistli í nýja plötu Ómars Guðjónssonar, en við hefjum þáttinn á því að kynna okkur bók sem var að hreppa bókmenntaverðlaun Færeyja, skáldsöguna Marta, Marta, eftir Marjun Syderbø Kjelnæs. Bókin kom nýverið út hjá Uglu forlagi í þýðingu Hjálmars Waag Árnasonar, sem lítur við í hljóðstofu.