Mikil öryggisgæsla er vegna komu Angelu Merkel, kanslari Þýskalands til landsins. Hún ræðir við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra á Þingvöllum í kvöld og tekur þátt í fundir forsætisráðherra Norðurlandanna á mrogun. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir segir frá komu Merkel og viðbúnaði á Þingvöllum.
Frosti Sigurjónsson, talsmaður Orkunnar okkar segir að hætt sé við því að Ísland verði að greiða milljarðasektir ef stjórnvöld standa í vegi fyrir lagningu sæstrengs. Hann segir líka að væntanlega komi fram kröfur um að skipta Landsvirkjun upp og nýtingarrétturinn boðinn út. Arnar Páll Hauksson ræðir við Frosta.
Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formanni BSRB svíður að laun tekjuhæstu ríkisstarfsmannanna hækki mest og oft jafnmikið og heil mánaðarlaun þeirra sem lægri hafa launin. Kristín Sigurðardóttir ræddi við hana.
Lögreglan hefur lokað Reynisfjöru vegna grjóthruns. Tveir slösuðust þar í dag, þó ekki alvarlega.
Þúsundir hafa þurft að flýja skógarelda á Gran Canaria og slökkviliðsmenn fá lítt við ráðið. Á eyjunni hafa kviknað gróðureldar í þriðja sinn á rúmri viku og þar er líka hitabylgja þessa dagana. Ásgeir Tómasson segir frá.
Skýrsla Deloitte til skiptastjóra flugfélagsins WOW air veitir innsýn í rekstur sem sýnir samspil flugfélagsins og félaga í eigu aðaleiganda Wow. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
Angela Merkel minntist í morgun með Viktori Orban, forsætisráðherra Ungverjalands Samevrópsku lautarferðarinnar, þar sem hundruð Austur Þjóðverja flýðu yfir landamæri Austurríkis og Ungverjalands fyrir þrjátíu árum. Anna Kristín Jónsdóttir segir frá.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir
Tæknimaður: Mark Eldred
Stjórn útsendingar: Björg Guðlaugsdóttir