Sóttvarnalæknir býst við metingi milli starfsstétta um hver fær forgang að bóluefni. Ekki er víst að valkvæðar aðgerðir geti hafist strax á Landspítala þó að hann hafi verið færður af neyðarstigi á hættustig.
Formaður Framsóknarflokksins styður frumvörp forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskránni.
Leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings sakar Repúblikana um að dreifa samsæriskenningum, neita að horfast í augu við raunveruleikann og eitra uppsprettu lýðræðisins.
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Ungverjum í kvöld. Pabbi fyrirliðans spáir Íslandi tvö eitt sigri en það sé þó hrein og klár óskhyggja.
Prófessor í líftölfræði segir að nýtt spálíkan um þróun faraldursins bendi til þess að við séum á réttri leið. Mikið flökt sé þó á smittölum og ekki þurfi nema nokkur smit yfir landamærin til að breyta stöðunni. Arnrar Páll Hauksson talar við Thor Aspelund.
Skoskir sjálfstæðissinnar töpuðu þjóðaratkvæðagreiðslu 2014 um sjálfstætt Skotland og það átti að útkljá allt sjálfstæðistal um ókomin ár. En nú blómstra sjálfstæðisvonirnar meir en nokkru sinni í krafti vinsælda Nicolu Sturgeon fyrsta ráðherra Skota og að Boris Johnson forsætisráðherra Breta er óvinsæll í Skotland. Brexit og svo glíman við Covid-19 efla sjálfstæðishugmyndirnar enn frekar. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
Óvissa um námslok er ein af ástæðum þess að iðnnám freistar ekki eins og bóknám segir Hildur Ingvarsdóttir skólastjóri Tækniskólans. Erfitt getur reynst að komast á samning hjá meistara og kynning á iðnnámi í lok grunnskóla mætti vera betri. OECD hefur ráðlagt íslenskum stjórnvöldum að einfalda regluverk í kringum iðnnám og tekur Hildur undir að endurskoða mætti margt, en gæta þess jafnframt að ekki verði slegið af kröfum. Kristján Sigurjónsson talaði við Hildi Ingvarsdóttur.