Spegillinn verður að mestu helgaður heimsókn Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna til Íslands í dag. Hann byrjaði á því að hitta forsetahjónin og síðan sat hann fund með utanríkisráðherra í Höfða ásamt fulltrúum úr íslensku atvinnulífi og frá bandarískum fyrirtækjum.
Rætt við Albert Jónsson sérfræðing í alþjóðamálum um komu Mike Pence til landsins
Heimsókn varaforseta Bandaríkjanna hefur ekki farið fram hjá landsmönnum. Fólk sem vinnur í nágrenni Höfða varð mörgu ekki mikið úr verki í dag þar sem margir lágu úti í glugga eða fóru jafnvel út á stétt til að fylgjast með. Nokkrir gerðu sér sérstaka ferð í Borgartúnið til að berja bílalest varaforsetans augum. Kristín Sigurðardóttir fréttamaður kynnti sér málið.