Stýrihópur sem samgönguráðherra fól í fyrra að meta valkosti um flugvelli á suðvesturhorni landsins leggur til að millilandaflug verði áfram í Keflavík.
Sexmenningarnir sem hafa verið handteknir í Namibíu í tengslum við Samherjaskjölin gætu átt 25 ára fangelsi yfir höfði sér.
Norska efnahagsbrotalögreglan hóf í dag formlega rannsókn á DNB-bankanum. Rannsókn er því hafin í þremur löndum.
Mikill skortur er á geðlæknum við sjúkrahúsið á Akureyri. Framkvæmdastjóri hefur áhyggjur af stöðunni.
Orkuveitan hyggst reisa tvær vindmyllur við Lagarfossvirkjun á Úthéraði og var svokölluð deiliskipulagslýsing kynnt í dag.
Hungursneyð af mannavöldum er yfirvofandi í Simbabve. Þessu veldur meðal annars óðaverðbólga sem gerir það að verkum að fólk á ekki fyrir mat.