Spegillinn

Morðvopnið, ný störf, Bláfugl


Listen Later

Spegillinn 15.02.2021
Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir
Rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gefur ekki upp hvort morðvopnið sem notað var við manndráp í Rauðagerði í Reykjavík á laugardagskvöld sé fundið.
Hundrað og níutíu þúsund manns verða bólusett hér á landi fyrir lok júní, gangi áætlanir heilbrigðisráðuneytisins eftir. Um sex þúsund Íslendingar verða bólusettir í þessari viku.
Íbúum á Hofi í Öræfum, sem fengu krapaflóð í bakgarð sinn í gær var verulega brugðið. Mjög óvenjulegt er að svona flóð séu svo stór að þau fari yfir varnargarða.
Dómari í Suður-Afríku vill láta fangelsa fyrrverandi forseta landsins fyrir að vanvirða réttinn.
Aðeins hafa fengist niðurstöður úr 10 prósentum þeirra leghálssýna sem send hafa verið til Danmerkur síðan Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins tók við skimun af Krabbameinsfélaginu. Forstjóri heilsugæslunnar hefur áhyggjur af þessum seinagangi og fer fram á skýringar hjá Dönum á fundi á morgun.
Meirihluti þingmanna á grænlenska landsþinginu vill að efnt verði til kosninga, meira en ári áður en kjörtímabilinu lýkur.
Vinnumálastofnun ásamt Samtökum atvinnulífsins ætla að gera átak í að skapa ný störf í landinu. Þau fyrirtæki sem taka þátt geta fengið ráðningarstyrk með þeim sem þeir ráða til starfa. Sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun hvetur fyrirtæki, atvinnurekendur og sveitarfélög að leggja verkefninu lið. Bergljót Baldursdóttir ræddi við Hrafnhildi Tómasdóttur, sviðstjóra hjá Vinnumálastofnun
Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir að það sé hvorki siðferðislega rétt né lögum samkvæmt að segja upp fastráðnum flugmönnum í kjaradeilu til þess að þvinga þá til að gefa eftir lungan af sínum kjörum. Verkfall 11 flugmanna hjá flugfélaginu Bláfugli hefur staðið yfir í hálfan mánuð. Arnar Páll Hauksson talaði við Jón Þór Þorvaldsson formann Félags íslenskra atvinnuflugmanna
Sveitarfélög fengu óvart greitt þremur milljörðum of mikið í staðgreiðslu frá ríki nú um mánaðamótin. Í desember fengu þau líka þrjá milljarða, sem þau áttu að fá en vissu ekki af. Elsa María Guðlaugs. Drífudóttir talaði við Björgu Ágústsdóttur sveitarsstjóra Grundarfjarðarbæjar
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

6 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

13 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

73 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners