Guðný Halldórsdóttir, kvikmyndagerðarmaður, dóttir skáldsins og móðir rapparans, keyrði alla leið úr Mosfellsdalnum til að drekka morgunkaffi með Björgu og Gísla Marteini. Steiney Skúladóttir tónlistarkona og Dagur Hjartarson rithöfundur settust líka niður og fóru yfir málin.
Bæjarstjóri Reykjanesbæjar sendi þættinum kveðju, hann heitir Kjartan Már Kjartansson og er ekki bara bæjarstjóri heldur líka fiðluleikari. Hann segir hlustendum hvernig þessi laugardagur verður í hans lífi.
Söngleikjalag, kaffilagið og barnatíminn!