Tugir, ef ekki hundruð, liggja í valnum eftir mótmæli í Íran síðustu vikur. Mótmælin beinast meðal annars að hörðum reglum klerkastjórnarinnar um klæðaburð kvenna. Kveikjan að mótmælunum er andlát Mahsa Amini, ungrar kúrdískar konu í höndum siðgæðislögreglu, sem þótti hún ekki bera höfuðslæðu sína rétt.
Þetta ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson í Heimsglugga vikunnar. Þeir ræddu einnig stöðuna í breskum stjórnmálum eftir landsfund Íhaldsflokksins og kosningabaráttu í Danmörku sem er hafin fyrir þingkosningar sem Mette Frederiksen forsætisráðherra boðaði 1. nóvember.