Spegillinn

Mótmælt í möstrum hvalveiðibáta, líðan ungmenna, byggðakvóti


Listen Later

Enn er mótmælt í möstrum hvalveiðibáta við Reykjavíkurhöfn. Lögmaður reyndi síðdegis að koma mat og drykk til mótmælenda.
Karlmaður hlaut í dag einn þyngsta dóm sem kveðinn hefur verið upp í heimilisofbeldismáli. Hann var dæmdur í átta ára fangelsisvist í héraðsdómi Reykjaness.
Börn með erlendan bakgrunn eru miklu líklegri til að vera lögð í einelti en börn af íslenskum uppruna.
Rússlandsforseti segir rússneskt korn á leið til sex Afríkuríkja á næstu vikum. Kornútflutningur um Svartahaf hefur legið niðri frá því samkomulag rann út í júlí.
Héraðssaksóknari hefur hafið rannsókn á meintu mútubroti í sveitarfélaginu Árborg.
***
Um 10-20% barna glímir við alls kyns vanda, vanlíðan, hafa orðið fyrir áfalli eða búa við erfiðar aðstæður. Þetta eru í grófum dráttum niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar sem kynnt var í dag. Rætt var við Ragnýju Þóru Guðjohnsen lektor á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hún er faglegur stjórnandi íslensku æskulýðsrannsóknarinnar.
Hluti af áratugalöngum deilum um sjávarútveg og stjórn fiskveiða hefur snúist um ráðstafanir sem er ætlað að efla sjávarþorp. Í nýlegri skýrslu um Auðlindina okkar sem starfshópur matvælaráðherra kynnti í síðustu viku er vísað til þess að byggðakerfin, eða 5,3% leiðin, hafi verið bitbein í samfélagslegri umræðu um sjávarútveg og á Alþingi. Á ári hverju hleypur verðmæti aflaheimilida sem settar eru í í þessar ráðstafanir á milljörðum. Segir í skýrslunni að það sé talið um fimm og hálfur til sjö og hálfur milljarður á fiskveiðiárinu 2019 til 20. Erfitt hefur verið að meta árangurinn, markmiðin ekki vel skilgreind og áhrifin á byggðafestu frekar rýr. Meðal annars er lagt til að gerð verði tilraun og hluti af almenna byggðakvótanum, sem hvað mest ósætti hefur verið um, verði leigður út, afraksturinn renni beint til sveitarfélaga og línuívilnun verði aflögð. Ráðherra hefur boðað lagasetningu um sjávarútveg á komandi þingi. Rætt var við Þórodd Bjarnason, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.
Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Jón Þór Helgason. Fréttaútsendingu stjórnaði Annalísa Hermannsdóttir.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

469 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

151 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

24 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

29 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

12 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

70 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

29 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

9 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

7 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

26 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners