Einn forsvarsmanna Mountaineers of Iceland segir alla innan fyrirtækisins miður sín yfir ferð sem farin var á Langjökul í gær, þrátt fyrir aðvaranir um óveður. Þau ætli að setja sig í samband við fólkið.
Færð á vegum á norðanverðu landinu fer nú batnandi, þótt fjallvegir séu víða enn lokaðir. Snjóflóðahætta er í fjöllum fyrir norðan.
Forstjóri Tryggingastofnunar furðar sig á ummælum formanns Öryrkjabandalagsins um að stofnunin upplýsi fólk ekki um réttindi sín til að spara ríkinu fé.
Tuttugu og fjögurra marka drengur sem kom í heiminn á Landspítalanum á nýársnótt er eitt stærsta barn sem fæðst hefur hér á landi undanfarin ár.
Helsta kosninga-tromp Boris Johnson forsætisráðherra Breta hafa verið einfaldar Brexit-lausnir. Á nýju ári reynir á hvort þær eru í raun jafn einfaldar og loforðin.