Undanfarin þrjú ár hefur verið fjárfest í ferðaþjónustu fyrir rúma 243 milljarða. Fjárfestingar í hótelum hafa aldrei verið meiri en í ár, 38 milljarðar.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur boðað til neyðarfundar vegna útbreiðslu ebólu.
Boris Johnson, frambjóðandi í leiðtogabaráttu í Íhaldsflokknum breska, ætlar ekki að standa að útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu án samnings, nema það sé síðasti valkosturinn sem býðst.
Fjölmörgum kjarasamningum er ólokið. Svo gæti farið að kjaraviðræður færist fram á haustið. Sumarlokun verður hjá ríkissáttasemjara í júlí og fram yfir verslunarmannahelgi.
Stjórnmálafræðingur og aðjúnkt í siðfræði óttast að hamslaust hatur færist í vöxt í netheimum.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardótir
Tæknimaður: Mark Eldred