Spegillinn

Neyðarkall vegna Landspítala og ósannindi bandarísks þingmanns


Listen Later

Ríkislögreglustjóri hækkaði viðbúnaðarstig sitt eftir að sakborningum í hryðjuverkamálinu var sleppt lausum. Verjandi annars þeirra segir tilkynningu ríkislögreglustjóra bera vott um sýndarmennsku.
Forsætisráðherra telur að gagnrýni um andvaraleysi stjórnvalda í varnarmálum eigi ekki við rök að styðjast. Hún segir að það kæmi á óvart ef landsmenn vildu hafa her hér á landi.
Forstjóri Vegagerðarinnar segir að stofnunin þurfi meira fjármagn ef auka eigi vetrarþjónustu. Hringvegurinn hefur einhvers staðar verið lokaður á níu af síðustu tólf dögum.
Formaður Læknafélags Íslands segir að neyðarástand ríki á Landspítalanum. . Neyðarkall starfsfólks sé hærra en nokkru sinni. Staðan sé þyngri en tárum taki.
Nýkjörinn þingmaður á Bandaríkjaþingi er sakaður um að hafa fegrað ferilskrána sína ótæpilega. Hann viðurkennir það en segir að flestir geri eitthvað heimskulegt um ævina.
----
Þung staða á Landspítalanum er oft kveðin vísa. Þó svo að almennum samfélagstakmörkunum hafi verið aflétt á fyrri hluta þessa árs þá glímir spítalinn enn við mikið álag. Spítalinn hóf þetta ár á neyðarstigi vegna covid bylgju sem þá gekk yfir, og var svo færður niður á hættustig í byrjun febrúar, en í lok þess mánaðar var hann færður aftur upp á neyðarstig vegna álags, þá vegna covid. Og neyðarstiginu var ekki aflétt fyrr en í lok mars og seinni hluta apríl var hann svo færður niður á óvissustig. Mikil mannekla, álag og fráflæðisvandi hefur sett strik í reikninginn í starfseminni á árinu. Nýtt skipurit tekur gildi um áramótin þar sem til að mynda á að færa aukna ábyrgð til klínískra stjórnenda í framlínu spítalans. Opna á ný rými á Landspítalanum vegna mikils álags. Már Kristjánsson forstöðumaður lyflækninga- og bráðaþjónustu sagði í fréttum okkar í gær að það yrði erfitt fyrir bráðamóttökuna að takast á við stórslys ef til þess kæmi - sem væri afar vond staða í þeirri færð sem nú er.
Þess er krafist vestanhafs að nýkjörinn þingmaður, George Santos að nafni, taki ekki sæti á Bandaríkjaþingi þegar það kemur saman eftir áramót. Upplýst hefur verið að í ferilskrá sagði hann meðal annars ósatt um menntun sína og fyrri störf.
Hvað vilja frændur okkar Norðmenn sjá um jólin í kvikmyndahúsunum og hvað vilja þeir lesa milli jólaboðanna? Jú, svarið er einfalt: Norskar stríðsmyndir og norskar stríðsbókmenntir. Aldrei hefur verið svo mikið líf í stríðinu sem nú meira en áttatíu árum eftir að þetta umtalaða stríð hófst. Það er í það minnsta álit Gísla Kristjánssonar fréttaritara í Osló.
Umsjón: Bjarni Rúnarsson.
Tæknimaður: Kormákur Marðarson.
Stjórn f
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

470 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

12 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

13 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

70 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

10 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

7 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

13 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

5 Listeners