Spegillinn

Neyðarkall vegna Landspítala og ósannindi bandarísks þingmanns


Listen Later

Ríkislögreglustjóri hækkaði viðbúnaðarstig sitt eftir að sakborningum í hryðjuverkamálinu var sleppt lausum. Verjandi annars þeirra segir tilkynningu ríkislögreglustjóra bera vott um sýndarmennsku.
Forsætisráðherra telur að gagnrýni um andvaraleysi stjórnvalda í varnarmálum eigi ekki við rök að styðjast. Hún segir að það kæmi á óvart ef landsmenn vildu hafa her hér á landi.
Forstjóri Vegagerðarinnar segir að stofnunin þurfi meira fjármagn ef auka eigi vetrarþjónustu. Hringvegurinn hefur einhvers staðar verið lokaður á níu af síðustu tólf dögum.
Formaður Læknafélags Íslands segir að neyðarástand ríki á Landspítalanum. . Neyðarkall starfsfólks sé hærra en nokkru sinni. Staðan sé þyngri en tárum taki.
Nýkjörinn þingmaður á Bandaríkjaþingi er sakaður um að hafa fegrað ferilskrána sína ótæpilega. Hann viðurkennir það en segir að flestir geri eitthvað heimskulegt um ævina.
----
Þung staða á Landspítalanum er oft kveðin vísa. Þó svo að almennum samfélagstakmörkunum hafi verið aflétt á fyrri hluta þessa árs þá glímir spítalinn enn við mikið álag. Spítalinn hóf þetta ár á neyðarstigi vegna covid bylgju sem þá gekk yfir, og var svo færður niður á hættustig í byrjun febrúar, en í lok þess mánaðar var hann færður aftur upp á neyðarstig vegna álags, þá vegna covid. Og neyðarstiginu var ekki aflétt fyrr en í lok mars og seinni hluta apríl var hann svo færður niður á óvissustig. Mikil mannekla, álag og fráflæðisvandi hefur sett strik í reikninginn í starfseminni á árinu. Nýtt skipurit tekur gildi um áramótin þar sem til að mynda á að færa aukna ábyrgð til klínískra stjórnenda í framlínu spítalans. Opna á ný rými á Landspítalanum vegna mikils álags. Már Kristjánsson forstöðumaður lyflækninga- og bráðaþjónustu sagði í fréttum okkar í gær að það yrði erfitt fyrir bráðamóttökuna að takast á við stórslys ef til þess kæmi - sem væri afar vond staða í þeirri færð sem nú er.
Þess er krafist vestanhafs að nýkjörinn þingmaður, George Santos að nafni, taki ekki sæti á Bandaríkjaþingi þegar það kemur saman eftir áramót. Upplýst hefur verið að í ferilskrá sagði hann meðal annars ósatt um menntun sína og fyrri störf.
Hvað vilja frændur okkar Norðmenn sjá um jólin í kvikmyndahúsunum og hvað vilja þeir lesa milli jólaboðanna? Jú, svarið er einfalt: Norskar stríðsmyndir og norskar stríðsbókmenntir. Aldrei hefur verið svo mikið líf í stríðinu sem nú meira en áttatíu árum eftir að þetta umtalaða stríð hófst. Það er í það minnsta álit Gísla Kristjánssonar fréttaritara í Osló.
Umsjón: Bjarni Rúnarsson.
Tæknimaður: Kormákur Marðarson.
Stjórn f
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

459 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

147 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

9 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

75 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

7 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners