Heimsglugginn

Niinistö og Marin vilja í NATO og fréttamaður veginn á Vesturbakkanum


Listen Later

Sigríður Halldórsdóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu yfirlýsingu forseta og forsætisráðherra Finnlands að þau styddu að Finnland gengi í NATO við Boga Ágústsson í Heimsglugga vikunnar. Þau ræddu afstöðu Finna og Svía til NATO-aðildar en fréttaskýrendur telja nánast fullvíst að báðar þjóðir sæki formlega um aðild á næstu dögum.
Fréttakona Al Jazeera, Shireen Abu Akleh, var vegin í gærmorgun þegar hún var skotin í höfuðið í flóttamannabúðum í Jenin á Vesturbakkanum. Hún var þar að fylgjast með er ísraelskir hermenn réðust inn í búðirnar til að handtaka liðsmann Hamas-samtakanna. Abu Akleh var með hjálm og klædd í skothelt vesti sem var greinilega merkt PRESS er hún var skotin í höfuðið og lést samstundis. Talsmenn Al Jazeera og palestínsk stjórnvöld segja að ísraelsk leyniskytta hafi vísvitandi skotið Abu Akleh til bana, hún hafi verið myrt. Ísraelsk yfirvöld neita því og segja að Abu Akleh hafi líklega orðið fyrir skoti frá vopnuðum Palestínumönnum sem skutu á ísraelsku hermennina. Abu Akleh var mjög vel þekkt í heimshlutanum og naut mikillar virðingar og víg hennar hefur vakið mikinn óhug.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

HeimsglugginnBy RÚV

  • 5
  • 5
  • 5
  • 5
  • 5

5

8 ratings


More shows like Heimsglugginn

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

473 Listeners

Spegillinn by RÚV

Spegillinn

7 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

25 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

13 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

71 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

33 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

13 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

10 Listeners

LANGA - hlaðvarp by Snorri Björns

LANGA - hlaðvarp

5 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

29 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

8 Listeners