Norðurlandaþjóðirnar ætla að tala einum rómi á fundi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál í haust, þannig fá þær aukinn slagkraft á alþjóðavettvangi, segir forsætisráðherra. Norðurlöndin eigi að verða sjálfbærasta og best samþætta svæði í heimi.
Skriða úr veðruðu móbergi við Reynisfjöru kemur ekki á óvart, segir sérfræðingur Veðurstofunnar. Hluta fjörunnar var lokað í gær eftir að ferðamenn urðu fyrir skriðu; önnur stærri féll þar í nótt.
Bretar ætla að hætta að taka þátt í helmingi funda og ráðstefna á vegum Evrópusambandsins. Breskir embættismenn eiga þess í stað að einbeita sér að Brexit 31. október.
Fyrir átta árum þegar síðast var gerð landskönnun á mataræði Íslendinga var einn af hverjum hundrað grænmetisæta. Framkvæmdastjóri Krónunnar telur að í dag sleppi tífalt fleiri kjöti.
Fullyrðingar um að samþykkt þriðja orkupakkans skuldbindi Ísland til að standa ekki í vegi fyrir fyrir lagningu sæstrengs eru óskiljanlegar. Í hafréttarsáttmálanum sé skýrt kveðið á um að enginn getur lagt sæstreng inn í landhelgi án samþykkis viðkomandi ríkis. Þetta segir sérfræðingur í hafréttarmálum.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir
Tæknimaður: Mark Eldred
Stjórn útsendingar: Björg Guðlaugsdóttir