Spegillinn

NOVIS í vanda, strandveiðar í uppnámi, flóttafólk og hamfarahlýnun


Listen Later

Spegillinn 8. júní 2023
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Hermannsdóttir
Um fimm þúsund og sex hundruð Íslendingar eru með samning við vátryggingafélagið NOVIS í Slóvakíu. Farið verður fram á það fyrir slóvenskum dómstólum að félaginu verði skipuð slitastjórn. Benedikt Sigurðsson segir frá.
Kunnugleg staða er komin upp í strandveiðum og útlit fyrir að leyfilegur heildarafli dugi ekki til að ljúka tímabilinu. Ágúst Ólafsson ræddi við Örn Pálsson, talsmann smábátaeigenda.
Reyna á til þrautar að ná samkomulagi um samræmda stefnu Evrópusambandsins í málefnum hælisleitenda, á fundi dómsmála- og innanríkisráðherra sambandsins.
Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ segir af og frá að verkalýðshreyfingin sé ábyrg fyrir mikilli verðbólgu og vísar gagnrýni seðlabankastjóra til föðurhúsanna.
Börn í Brúarásskóla sem töpuðu næstum 700 þúsund króna ferðasjóði þegar Niceair hætti starfsemi fengu óvænta styrki og skaðann bættan að mestu. Rúnar Snær Reynisson ræðir við Ásgrím Inga Arngrímsson skólasatjóra.
---
Reynt er til þrautar að ná samkomulagi um samræmda stefnu Evrópusambandsins í málefnum hælisleitenda, á fundi dómsmála- og innanríkisráðherra aðildaríkja ESB í Luxemborg. Tillögurnar sem lagðar hafa verið fram ganga út á að öll ESB ríkin séu skyldug til að leggja sitt af mörkum, en að einstök ríki geti keypt sig frá því að taka á móti flóttafólki. Svíar, sem nú fara með formennsku í ráðherraráði ESB, hafa lagt mikla áherslu á að komast að niðurstöðu í dag, en málið er umdeild og samningum um það var ekki lokið þegar ráðherrafundurinn hófst í morgun. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Björn Malmquist, fréttaritara RÚV í Brussel.
Hjalti Már Björnsson, bráðalæknir og formaður Félags lækna gegn umhverfisvá, segir yfirstandandi hlýnun Jarðar af mannavöldum - það sé vísindaleg staðreynd sem ekki þurfi að ræða frekar. Þess í stað þurfi að grípa til tafarlausra aðgerða, ef forða eigi mannkyninu frá mestu hörmungum sem yfir það hafa dunið. Í grein sinni á vef Landverndar segir hann það álit margra lækna að ef lífríki Jarðar væri sjúklingur yrði hann metinn í bráðri lífshættu, myndi þurfa róttækar aðgerðir með innlögn á gjörgæslu í afeitrun og kröftuga meðferð. En í hverju ætti sú meðferð að felast?
Viðvörun vegna loftmengunar er í gildi í tuttugu ríkjum í Bandaríkjunum, allt frá Missouri í vestri til Massachusetts í austri og Virginíu í suðri. Hún hefur í dag verið einna svæsnust í Fíladelfíu í Pennsylvaníu. Menguninni valda hundruð gróður- og skógarelda í Kanada,
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

468 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

28 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

11 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

70 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

10 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

7 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

5 Listeners