Sigtryggur Baldursson á sér langan og skrautlegan feril en hann er kannski einna helst þekktur sem Bogomil Font, hans auka sjálf í söngnum sem varð til í Júgóslavíu árið 1989. Bogomil Font hefur lítið veri að koma fram upp á síðkastið en nú er hins vegar komin út ný tónlist og stutt tónleikaferðalag í vændum. Sigtryggur leit við í hljóðstofu og ræðir ferilinn og nýja tónlist. Við rifjum einnig upp viðtal við afmælisbarn dagsins, Guðrúnu frá Lundi og Tómas Ævar Ólafsson kynnir sér írsku tónlistarkonuna Lisu O’Neill.
Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Anna María Björnsdóttir.