Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er nýr dómsmálaráðherra. Þetta var samþykkt einróma á þingflokksfundi Sjálfstæðismanna nú á sjötta tímanum. Hún er yngsti ráðherrann í lýðveldissögunni.
Sendiherra Kína á Íslandi er mjög ósáttur við ummæli Mike Pence um bæði Belti og braut og fjarskiptarisann Huawei.
Það er ódýrara að flytja lögreglubifhjól með vagni til Keflavíkur, en að keyra þau þangað, vegna þess hve hátt kílómetragjald á hjólunum er.
Verðmæti efna sem lögregla lagði hald á þegar hún upprætti amfetamínframleiðslu í sumarbústað í Borgarfirði í byrjun sumars er tæpar 200 milljónir króna.
Í Spegglinum var fjallað um hvað risaverkefni Kínverja Belti og Braut. Rætt var við Egil Þór Níelsson og Borgar Þór Einarsson.
Krónprinsinn í Venstre er að taka við konungsríkinu. Jakob Ellemann-Jensen hefur tilkynnt að hann sækist eftir því að verða formaður Venstre. Hann tæki þar með við af Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, sem tilkynnti afsögn sína um helgina. Jakob er sonur Uffe Ellemann-Jensen sem leiddi flokkinn í fjórtán ár, frá 1984 til 1998, og var utanríkisráðherra Danmerkur í rúman áratug. Pálmi Jónasson sagði frá.