Donald Trump fór mikinn í stefnuræðu sinni á Bandaríkjaþingi í gær, þar sem hann talaði lengur en nokkur annar Bandaríkjaforseti hefur gert við slíkt tækifæri, hartnær 100 mínútur. Um alþjóðamál talaði forsetinn tiltölulega lítið. Hann minntist þó á mikilvægi þess að Bandaríkin fengju full yfirráð yfir Grænlandi og Úkraínustríðið nefndi hann nánast í framhjáhlaupi. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur fyrrverandi utanríkisráðherra og starfsmann Sameinuðu þjóðanna um ólgu á alþjóðasviðinu eftir embættistöku Donalds Trump.
Hagræðingarhópur forsætisráðherra skilaði sextíu tillögum til forsætisráðherra í gær. Komist þær til framkvæmda gæti ríkið sparað sér 71 milljarð næstu árin. Það á að sameina stofnanir, hætta að borga handhöfum forsetavalds og breyta regluverki en ekki var snert á þeim atriðum sem talin voru hápólítísk, eins og RÚV og ÁTVR. Freyr Gígja Gunnarsson leitaði álits formanna tveggja stjórnarandstöðuflokka á tillögunum, þeirra Guðrúnar Hafsteinsdóttur og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred