Stjórnendur sveitarfélaga mótmæla nýjum urðunarskatti harðlega og telja hann einfaldlega nefskatt á íbúa landsins. Þetta kom fram á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í dag. Fjármálaráðherra segir að vinna þurfi betur í frumvarpinu.
Viskíframleiðendur í Skotlandi eru uggandi vegna áforma Bandaríkjamanna um að leggja 25 prósenta toll á framleiðslu þeirra. Bandaríkjamenn keyptu af þeim viskí fyrir meira en einn milljarð sterlingspunda í fyrra.
Framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs vill að farið verði ofan í rekstrarsögu fjárfestingasjóðsins Gamma Novus.
Fjórir létust þegar maður, vopnaður hnífi, réðst inn í lögreglustöð í miðborg Parísar í dag. Árásarmaðurinn vann á stöðinni. Hann var skotinn til bana.
Það hvort Bretar ganga úr ESB með eða án samnings gæti ráðist á næstu sólarhringum.
Ertu orðinn svona gamall? spyr fólk Ásgeir Hólm, sem gantast með að honum líði stundum eins og hann hafi gert eitthvað af sér. Hann er 78 ára og hætti aldrei að vinna, sneiddi í raun hjá þeim tímamótum sem fylgja starfslokum.
Aðeins eitt íbúðarhús er kynt með olíu á höfuðborgarsvæðinu. Eigandinn segir að borgin vilji rífa húsið og neiti honum um hitaveitu.