Spegillinn

Öllu aflétt innanlands


Listen Later

Bæði forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra segja að dagurinn í dag sé stór dagur. Tilkynnt var í dag að frá miðnætti verði öllum samkomutakmörkunum aflétt innanlands. Það á við um meðal annars grímuskyldu, nándarreglu og fjöldatakmarkanir.
Tekjur fótboltafélaga hafa snarminnkað í faraldrinum vegna fækkunar áhorfenda. Framkvæmdastjóri KSÍ segir mikið tilhlökkunarefni að halda inn í sumarið án hólfaskiptinga og grímuskyldu.
Eftirspurn eftir tónleika- og ráðstefnusölum tók kipp í hádeginu eftir að heilbrigðisráðherra tilkynnti að öllum sóttvarnaaðgerðum hefði verið aflétt innanlands.
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar afléttingu sóttvarna, en segist hafa vonast eftir því að kröfur um tvöfalda skimun og sóttkví á landamærunum hefðu ekki verið látnar gilda fram í miðjan ágúst.
Mikil gleði ríkir með afléttingar samkomutakmarkana og vegfarendur eru á einu máli um að þetta sé gleðidagur.
24 þúsund skammtar af bóluefni AstraZeneca koma til landsins á morgun. Bólusett verður með því á miðvikudag og fimmtudag.
Þjóðin hefur væntanlega tekið gleði sína aftur því á morgun falla allar takmarkanir innanlands niður vegna covid 19. 16 mars í fyrra var gefin út fyrsta reglugerðin um samkomutakmarkanir. Frá þeim tíma hafa verið gefnar út 90 reglugerðir og heilbrigðisráðherra hefur fengið 60 minnisblöð fá sóttvarnalækni. Hún hefur líka flutt 10 munnlegar skýrslur á Alþingi um ástandið og stigið 240 sinnu í ræðustól vegna þess. En voru einhverjar efasemdir um að taka ávörðun um að aflétta öllum talmörkunum innanlands? Arnar Páll Hauksson talar við Svanhvíti Svavarsdóttur, Katrínu Jakobsdóttur og Þórólf Guðnason.
Til stendur að bora ofan í kvikupoka við Kröflu, koma þar fyrir mælitækjum og beintengjast þannig kvikunni. Verkefnið kallast Krafla Magma Testbed og er hluti af fyrirhugaðri 100 milljóna bandaríkjadala tilraunastofu í kviku- og eldfjallafræði við Kröflu. Ragnhildur Thorlacius talaði við Hjalta Pál Ingólfsson framkvæmdastjóriaGEORGS - rannsóknarklasa í jarðhita.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

459 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

147 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

9 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

75 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

7 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners