Forsætisráðherra segir það undarlegt að bandaríska alríkislögreglan FBI hafi fengið aðstoð íslenskra stjórnvalda án þess að ráðherrar fengju að vita að því. Íslensk stjórnvöld veittu FBI aðstoð í Wikileaks-rannsókninni.
Talið er að á annað hundrað hafi veikst vegna mengaðs drykkjarvatns nærri bænum Asköy norður af Björgvin í Noregi undanfarna daga.
Landsréttur staðfesti í dag dóm yfir karlmanni sem var fundinn sekur um að hafa brotið ítrekað gegn fósturbarnabarni sínu.
Það eru tímamót í Skálholti því nú á fardögum verður mjólkurbúskap hætt þar. Þegar hafa verið seldar fimm kýr og tíu eru falar að sögn síðasta ábúanda í Skálholti.
Í síðari hluta Spegilsins er fjallað um orkudrykkjaæði sem virðist hafa gripið landsmenn, málþóf sem er svo sannarlega ekkert nýtt af nálinni og þess minnst að hálf öld er liðin frá því ein frægasta tónlistarhátíð sögunnar, Woodstock-hátíðin fór fram.