Litlu munaði að illa færi þegar fiskibáturinn Tóki missti vélarafl norðan við Voga á Vatnsleysuströnd í nótt.
Vinnuhópur á vegum ríkislögreglustjóra vinnur að greiningu á hugsanlegum aðgerðum til að stemma stigu við komum ferðamanna frá þeim stöðum í heiminum þar sem COVID-19 veiran geisar.
Nánast hálf kínverska þjóðin sætir ferðatakmörkunum í von um að hægt verði að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar.
Fárviðrið sem gekk yfir landið á föstudag olli gífurlegu tjóni á mannvirkjum, ökutækjum og íbúðarhúsum. 12 staurar Landsnets brotnuðu við Hvolsvöll, en ollu þó engu rafmagnsleysi.
Veitingastaðurinn Dill hefur endurheimt Michelin-stjörnuna sem hann missti í febrúar á síðasta ári. Þetta var tilkynnt síðdegis í dag.
Rætt var við Gylfa Dalmann Aðalsteinsson sérfræðing í vinnumarkaðsmálum og Magnús Pétursson fyrrverandi ríkissáttasemjara um stöðuna á vinnumarkaði.
Hvar eru Bretarnir? Þessi spurning heyrðist víða um helgina þegar enginn háttsettur leiðandi ráðherra mætti á öryggisráðstefnu í Munchen þar sem þjóðarleiðtogar fjölmenntu, auk leiðtoga úr viðskiptaheiminum. Í viðbót við alþjóðlega hlutverkið er svo uppstokkun bresku ríkisstjórnarinnar og vangaveltur sem hún vekur. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.