Á áttunda áratugnum komu fram kenningar um vitsmuni plantna og kosti þess að spila fyrir þær tónlist til að auka vöxt. Hljómplata Mort Garson, Plantasia frá 1976, er í takt við þessar pælingar, en hún verður flutt á tónleikum í Garðheimum á laugardag, á tónlistarhátíðinni State of the Art. Víðsjá hitti aðstandendur hátíðarinnar í Garðheimum, þá Bjarna Frímann, Berg, Magnús Jóhann og Sverri Pál. Einnig kynnum við okkur Forntónlistarhátíðina Kona sem Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk heldur nú í fjórða sinn, en þar er flutt tónlist eftir konur sem brutust út úr hefðbundnum kynhlutverkum síns tíma til þess að sinna listinni. Og Soffía Auður Birgisdóttir rýnir í Með minnið á heilanum eftir Þórhildi Ólafsdóttur.