Bílaleigan Procar, sem hefur viðurkennt að hafa átt við kílómetrastöðu bíla, verður ekki svipt starfsleyfi að svo stöddu. Tillögur fyrirtækisins að úrbótum voru taldar fullnægjandi
Átak verður gert í að fjölga hleðslustöðvum fyrir rafbíla út um allt land og stefnt er að því að rafvæða ferðaþjónustuna. Um þriðjungur losunar sem er á ábyrgð stjórnvalda samkvæmt Parísarsamkomulaginu er frá vegasamgöngum.
Hæstiréttur ómerkti í dag dóma í málum tveggja félaga Kristjáns Loftssonar gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni.
Enn ríkir mikil spenna í Danmörku þar sem kosið verður á morgun. Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra, bauð í dag óvænt upp á stjórn miðju- og vinstriflokka.
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki vilja funda með leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Bretlandi. Trump og Theresa May forsætisráðherra Bretlands lofuðu bæði gott samband ríkjanna á blaðamannafundi í dag.
Svokölluð Báramótabrenna verður haldin á Gauknum í Reykjavík í kvöld en þar hyggst Bára Halldórsdóttir eyða Klaustursupptökunni.
Stefnt er að því að um 700 milljónum verði varið til að ýta undir orkuskipti í vegasamgöngum. Fjölga á hraðhleðslustöðvum út um allt land þannig að auðveldara verið að ferðast um landið á rafbílum. Þá verður ráðist í átak til að rafvæða ferðaþjónustuna. Arnar Páll talar við Sigurð Inga Jóhannsson, Þórdísi K0lbrúnu Gylfadóttur Reykfjörð og Sigurð Inga Friðleifsson.
Í íslenskum lögum eru engin fyrirmæli um hvaða gæðakröfur skuli gera til fyrirtækja sem opinberar stofnanir kolefnisjafna sig hjá. Fyrirtækin tvö sem bjóða kolefnisjöfnun á Íslandi hafa ekki á stefnuskránni að sækja sér alþjóðlegar vottanir. Sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun segir mikilvægt að skýra leikreglur.
Arnhildur Hálfdánardóttir talar við Elvu Rakel Jónsdóttur og Sigurð Inga Friðleifsson.
Umsjón Arnar Páll Hauksson
Tæknimaður Marteinn Marteinsson