Unnið er að því að koma á rafmagni á Flateyri. Um tíma var víða rafmagnslaust á Vestfjörðum vegna seltu á línum og tengivirkjum.
Tvær borgir í Kína hafa verið einangraðar til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar sem hefur valdið dauða 17 manns.
Elísabet Bretadrottning hefur staðfest Brexit-lögin sem samþykkt voru á þingi í gær og er því ekkert til fyrirstöðu að Bretar fari úr Evrópusambandinu um mánaðamótin.
Þingmaður Pírata ætlar að óska eftir því að velferðarnefnd Alþingis fjalli um viðbrögð Neyðarlínu, lögreglu og heilbrigðiskerfisins vegna máls konu sem lést eftir handtöku lögreglu í fyrra. Lögregustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að verið sé að ræða að athuga ýmsar leiðir í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld.
Tekist hefur að bera kennsl á höfuðkúpu sem fannst fyrir 25 árum. Hún er af manni sem talið er að hafi fallið í Sogið árið 1987.
Sameinuðu þjóðirnar telja gettóstefnu danskra stjórnvalda mismuna fólki. Stjórnvöld standa þó fast á sínu, gettóin skulu vera úr sögunni fyrir árið 2030. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá.
Forstjóri Rariks segir að umfang rafmagnsleysisins í óveðrinu í desember hafi verið með því mesta sem orðið hefur hér á landi. Forstjóri Landsnets segir að ef hitastigið hefði verið örlítið hærra sé líklegt að ástandið hefði getað orðið enn verra og að heilu landshlutarnir hefðu orðið rafmagnslausir. Arnar Páll Hauksson segir frá.