Spegillinn

Raforkuöryggi og virkjanir, rússneskt fé í aðstoð við Úkraínu og fólksfækkun í S-Kóreu


Listen Later

28. febrúar 2024
Allnokkrar umsagnir bárust í Samráðsgátt stjórnvalda um fyrirhugaðar breytingar á orkulögum, sem miðuðust að því að tryggja forgang heimila og minni raforkunotenda að rafmagni, ef til skömmtunar kæmi, á kostnað stórnotenda. Sumar umsagnir voru jákvæðar, aðrar neikvæðar, en eitt voru nánast allir umsagnaraðilar þó sammála um: Til að tryggja raforkuöryggi og nægt framboð þarf að virkja meira. Því er Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri í sjálfu sér ekki ósammála, en þar með er vandinn ekki leystur. Ævar Örn Jósepsson ræðir við orkumálastjóra.
Rússar gætu endað á því að greiða að stórum hluta fyrir enduruppbyggingu í Úkraínu og jafnvel fyrir vopnasendingar þangað. Það veltur á áformum vestrænna ríkja að nota um þrjú hundruð milljarða evra sem rússnesk stjórnvöld eiga - en eru frystar í bankastofnunum beggja vegna Atlantshafsins. Stærstur hluti þessara fjármuna liggur á reikningum fjármálastofnunar í Brussel. Björn Malmquist segir frá.
Áhyggjur stjórnvalda í Suður-Kóreu af sílækkandi fæðingartíðni hafa ratað í fréttir um árabil - og enn aukast áhyggjurnar. Samkvæmt nýrri samantekt hagstofunnar í Seúl dróst hún saman um hátt í átta prósent í fyrra frá árinu á undan. Þetta þýðir að fjöldi barna sem hver suðurkóresk kona eignast á lífsleiðinni er kominn niður í 0,72 en var 0,78 börn árið 2022. Útlit er fyrir að að óbreyttu lækki fæðingartíðnin niður í 0,68 börn á þessu ári. Þetta þýðir að þjóðinni fækkar nokkuð mikið og nokkuð hratt. Ásgeir Tómasson segir frá.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

468 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

152 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

24 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

28 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

12 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

10 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

69 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

29 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

9 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

7 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners