Spegillinn

Rannsaka líkamsárás í Borgarholtsskóla


Listen Later

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú alvarlega líkamsárás í Borgarholtsskóla. Sex voru fluttir á slysadeild. Árásarmennirnir voru vopnaðir hnífum og hafnaboltakylfum. Höskuldur Kári Schram sagði frá og talaði við Ársæl Guðmundsson, skólameistara
Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiða atkvæði í kvöld um hvort ákæra skuli Donald Trump forseta til embættismissis. Allt bendir til þess að ákæran verði samþykkt. Ásgeir Tómasson sagði frá.
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fresta því að skimun fyrir brjóstakrabbameini miðist við 50 ára aldur en ekki 40. Anna Lára Magnúsdóttir greindist fertug með brjóstakrabbamein fyrir níu árum í skimun. Hún telur að myndatakan hafi bjargað lífi sínu.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það hafi ekki áhrif á mögulega rannsókn lyfjaframleiðandans Pfizer hér á landi á áhrifum kórónuveirubóluefnis þó að hluti þjóðarinnar hafi fengið bóluefni frá öðrum framleiðanda, svo framarlega að rannsóknin hefjist innan tíðar. Anna Lilja Þórisdóttir ræddi við hann.
Vinnsla í frystihúsi Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði hófst í morgun í fyrsta sinn eftir að aurskriða féll á bæinn skömmu fyrir jól. Ómar Bogason, rekstrarstjóri segir afar ánægjulegt að sjá að lífið sé aftur að færast í fyrra horf í bænum. Óðinn Svan Óðinsson talaði við hann.
Fólk sem Bjarni Rúnarsson hitti í ræktinni og bumbubolta var afar glatt að komast í spriklið ; rætt við Maríu Kristjánsdóttur, Grétu Bentsdóttur, Guðjón Hólm Gunnarsson, Magnús Dan Bárðarson og Flosa Helgason.
-------------
Matarpakkar handa efnalitlum barnafjölskyldum voru breskt deilumál í haust og eru það aftur nú þegar Covid heldur landinu í heljargreipum. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá. Heyrist í Marcus Rashford,fótboltamanni, Boris Johnson forsætisráðherra og Chris Whitty landlækni.
Í desemberi lagði Bankasýsla ríkisins til við fjármálaráðherra að ríkið seldi eignarhluti í Íslandsbanka og stefndi á skráningu hluta í bankanum á verðbréfamarkaði innanlands eftir almennt útboð. Fjármálaráðherra stefnir að sölu í sumar. Sýnist sitt hverjum um sölu á hlut ríkisins, Willum Þór Þórsson, (B) formaður Fjárlaganefndar er henni hlynntur en Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar hefur efasemdir um tímasetningu og væntanlega kaupendur. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við þá.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Gísli Kjaran Kristjánsson. Stjórn útsendingar fréttahluta: Björg Guðlaugsdóttir.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

6 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

13 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

73 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners