Spegillinn

Riða, gervigreind, skuldir, verföll í Noregi og Súdan


Listen Later

Matvælaráðherra segir að engin önnur leið sé fær en að skera fé þar sem riða greinist
Formaður deildar sauðfjárbænda hjá bændasamtökunum segir óásættanlegt ef bændum á Urriðaá verður gert að klára sauðburð áður en fé verður skorið. Nauðsynlegt sé að finna lausn á förgunarvanda á riðusýktum bæjum.
Háskólanemendur hafa gerst uppvísir að því að láta gervigreind skrifa fyrir sig mastersverkefni. Sviðsforseti hjá Háskóla Íslands segir nýjan veruleika blasa við.
Sveitarfélögin eru mjög misjafnlega sett þegar kemur að skuldum á hvern íbúa. Í Langanesbyggð er skuldin rúmar tvær milljónir, en hins vegar aðeins níu þúsund krónur í Tjörnesbyggð, sem er það sveitarfélag sem skuldar minnst miðað við íbúafjölda.
Verkföll sem hófust í Noregi í morgun hafa meðal annars orðið til þess að bjór er víða á þrotum. Ekki hefur slitnað upp úr viðræðum verkafólks og vinnuveitenda með þessum hætti síðan í seinna stríði.
-----
Það dynja áföll á sauðfjárbændum þessa dagana, rétt fyrir sauðburð. Riða hefur greinst á tveimur bæjum í Miðfirði og allt fé verður skorið á báðum bæjum, samtals um 1.400 fjár. En tíminn er við það að renna út fyrir sauðburð. Ef ekki næst að finna lausn á hvernig eigi að farga hræjum verður ekki ráðist í að skera fé fyrr en eftir sauðburð í sumar. Bændur eru ekki á eitt sáttir við að allt fé sé skorið þegar riða greinist. Á morgun verður haldinn íbúafundur í Húnaþingi vestra vegna riðunnar sem skekur samfélagið fyrir norðan.
Ekkert lát er á bardögum stjórnarhersins í Súdan og RSF, herliðs uppreisnarmanna. Samkvæmt heimildum heilbrigðisyfirvalda hafa þeir kostað um hundrað almenna borgara lífið, en fullvíst er talið að þeir séu mun fleiri.
Bjór er á þrotum í Noregi þegar á fyrsta degi verkfalls. Starfsfólk brugghúsa auk fjölda annara greina í iðnaði og þjónustu lagði niður vinnu í morgun. Verkfallið kom öllum á óvart enda ekki slitnað upp úr viðræðum verkafólks og vinnuveitenda með þessum hætti frá því að síðari heimsstyrjöld lauk. Gísli Kristjánsson í Noregi tekur við:
Spegillinn 17. apríl 2023.
Umsjón: Bjarni Rúnarsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

470 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

24 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

28 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

11 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

70 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

9 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

7 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners