Hjúkrunarfræðingur segir gríðarlegt álag á starfsfólki hjúkrunarheimila vegna verkfalls Eflingarfólks í Reykjavík.
Enn stendur til að vísa Maní Shahidi, 17 ára trans pilti frá Íran, og fjölskyldu hans úr landi. Þetta fékk lögmaður fjölskyldunnar staðfest í dag.
Marga mánuði getur tekið að selja nýjar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Á völdum svæðum þarf að gefa afslætti til að koma þeim út.
Mönnun á hjúkrunarheimilum er á áhyggjulista landlæknis. Vegna skorts á fagfólki hefur þurft senda íbúa á bráðamóttöku, lögregla hefur verið kölluð til að aðstoða starfsfólk og íbúar finna fyrir einmanaleika. Bergljót Baldursdóttir segir frá og ræðir við LauraS cheving Thorsteinsson sérfræðingong hjá embætti landlæknis, Ólaf Hauksson og Steinunni Þórðardóttir.
Ef verkfall Eflingar heldur áfram fyllast ruslatunnur fljótlega í hverfum Reykjavíkur austan Elliðaáa og ef ótímabundið verkfall Sameykis og fleiri félaga hefst 9. mars verður frístundaheimilum í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði lokað strax og skólum fljótlega. Arnar Páll Hauksson segir frá og talar við Árna Stefán Jónsson.
Það er ennþá haust víða í Svíþjóð, þótt komið sé fram í miðjan febrúar. Að minnsta kosti samkvæmt skilgreiningum veðurfræðinnar. Meðalhiti í höfuðborginni Stokkhólmi í nýliðnum janúarmánuði var sjö gráðum hærri en vanalegt er. Og nú spyrja margir hvað veldur - eru það loftslagsbreytingar? Kári Gylfason segir frá.