Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð hefur verið virkjuð vegna rútuslyss sem varð nærri bænum Öxl suður af Blönduósi á fimmta tímanum í dag. Tvær rútur voru í samfloti og valt önnur þeirra.
Slæmt veður hefur haldið áfram að setja samgöngur úr skorðum norðan- og vestanlands í dag eins og síðustu daga. Appelsínugul viðvörun er í gildi á Vestfjörðum fram yfir hádegi á morgun.
Úkraínumenn hafa fengið afhenta flugritana úr farþegaþotu sem fórst í Íran aðfaranótt miðvikudags. Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins kveðst ekki draga í efa upplýsingar um að Íranar hafi skotið hana niður.
Slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að engan veginn sé hægt að útiloka bruna í bílastæðahúsum hér á landi eins og varð við flugvöllinn í Stafangri.
Menningarviðurkenningar Ríkisútvarpsins voru afhentar í dag. Guðrún Eva Mínervudóttir hlaut viðurkenningu úr Rithöfundasjóði útvarpsins. Hamfarahlýnun er orð ársins.