Menntamálaráðherra stefnir að því að Ríkisútvarpið hætti á auglýsingamarkaði. Hún vill að stuðningur verði svipaður og annars staðar á Norðurlöndum þar sem ríkismiðlar eru ekki með auglýsingar.
Engin ákvæði eru í þriðja orkupakkanum um lagðar verði skyldur á Ísland að leggja sæstreng. Þetta kom fram á fundi utanríkismálanefndar í dag. Dómari, sem leggst gegn innleiðingu orkupakkans, segir þetta rétt. Málið snúist hins vegar um að íslensk stjórnvöld skuldbindi sig að vera ekki að þvælast fyrr mönnum sem vilja leggja sæstreng.
Fyrsti skiptafundur þrotabús WOW air var haldinn í dag. Annar skiptastjóra á ekki von á því að hægt verði að greiða allar forgangskröfur.
Gæsluvarðhald yfir tveimur útlendingum var í dag framlengt um fjórar vikur. Þeir reyndu að smygla tugum kílóa af amfetamíni og kókaíni hingað til lands.
Það verður engin flugeldasýning á 25 ára afmælishátíð Danskra daga. Stykkishólmsbær vill vera leiðandi í umhverfismálum.
Dómararnir Skúli Magnússon og Arnar Þór Jónsson tókust á um innihald og afleiðingar innleiðingar þriðja orkupakkans. Skúli segir að ekkert í gerðum pakkans kveði á um skyldur til að leggja sæstreng. Arnar Þór er sammála því en segir að með þriðja orkupakkanum skuldbindi íslenska ríkið sig að þvælast ekki fyrir mönnum sem vilja leggja sæstreng.
Kristján Sigurjónsson talaði við Véstein Jóhannsson, varaformann Samtakanna 78 í tilefni Hinsegin daga.