Lögreglan á Suðurnesjum greip til umfangsmikilla rýmingaraðgerða nú síðdegis vegna gamals sprengiefnis sem fannst í gámi á iðnaðarsvæði við íbúðarhverfi í Njarðvík. Lögregla hefur þurft að rýma íbúðahverfi. Sprengjusérfræðingar hyggjast flytja efnið af svæðinu.
Alvarlegt umferðarslys varð á Reykjanesbraut á fimmta tímanum.
Heilbrigðisráðherra hittir landlækni og forstjóra Sjúkratrygginga í næstu viku til að fara yfir málefni Reykjalundar.
Samtök atvinnulífsins vilja að öllum börnum verði tryggt leikskólapláss strax og fæðingarorlofi lýkur, það sé brýnt jafnréttismál. Þá vilja þau stytta grunnskólanám um eitt ár og taka upp fjöldatakmarkanir í háskólum.
Mennirnir þrír sem ákærðir eru fyrir stórfellda amfetamínsframleiðslu í sumarbústað í Borgarfirði neituðu allir sök við aðalmeðferð málsins í héraðsdómi Reykjavíkur.
Menntamálaráðherra hefur skipað Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóra, í embætti þjóðleikhússtjóra
Cop 25 loftslagsráðstefnan, sem halda á í næsta mánuði, hefur verið flutt frá Santíagó í Chile til Madrídar á Spáni.
Það er ómetanlegt að vera við góða heilsu eða hvað? Er kannski hægt að setja á það verðmiða? Hagfræðiprófessor segir mikilvægt að verðmeta óáþreifanleg gæði.