Það er ekki hlaupið að því að velja stund til að selja banka.Á Alþingi ræddu menn um sölu ríkisbanka í dag og veltu fyrir sér lærdómi sögunnar, umgjörð og regluverki. Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman sérstaka umræðu á þingi þar sem meðal annars tóku til máls þau Oddný Harðardóttir (S), Ólafur Ísleifsson (M), Willum Þór Þórsson (B), Þorsteinn Víglundsson (C), Bjarni Benediktsson (D).
Ungmennum sem drekka daglega meira en einn orkudrykk fjölgaði um 150 prósent á tveimur árum. Drykkjan getur leitt til vítahrings kvíða og svefnleysis, segir Vilborg Hjörný Ívarsdóttir, forvarnaráðgjafi. Úlla Árdal ræddi við hana.
Forseti Chile segir landið eiga í stríði við öflugan og óvæginn óvin. Ellefu hafa látið lífið frá því að óeirðir brutust út fyrir helgi. Ásgeir Tómasson sagði frá.
Áfram er óvissa um hvenær breska þingið greiðir atkvæði um nýjan útgöngusamning ríkisstjórnarinnar við Evrópusambandið.
Það stefnir í skæruverkföll blaðamanna í næsta mánuði, nánast ekkert miðar í samningaviðræðum þeirra segir Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands.
Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti lögreglunnar á Suðurnesjum fékk sambærilegt launasamkomulag og yfir- og aðstoðaryfirlögregluþjónum hjá Ríkislögreglustjóra stendur til boða. Lögreglumaðurinn fer á eftirlaun innan skamms. Magnús Geir Eyjólfsson segir frá.
----------------
Undanfarin ár hefur ekkert verið sérstaklega góður tími til þess að selja banka segir Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands, en ekkert segi að betra sé að bíða þó að eftirspurn eftir hlutafé í bönkum sé ekki endilega mikil þessa stundina.
Laugardagurinn var enn einn dagurinn þegar stefndi í að Brexit-línurnar skýrðust þar sem breska þingið átti að greiða atkvæði um útgöngusamning bresku stjórnarinnar við Evrópusambandið. Það fór þó á annan veg og ekki voru greidd atkvæði um samning forsætsiráðherrans í dag. Sigrún Davíðsdóttir hefur fylgst með þróun mála.
Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna hvetur almenning til þess að gefa alls ekki upp kreditkortanúmer í símasölu eða símasöfnunum, biðja sölufólk um að senda sér tölvupóst ef það vill kaupa eða styrkja, eða styrkja beint í gegnum heimasíðu viðkomandi.
Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna hvetur almenning til þess að gefa alls ekki upp kreditkortanúmer í símasölu eða símasöfnunum, biðja sölufólk um að senda sér tölvupóst ef það vill kaupa eða styrkja, eða styrkja beint í gegnum heimasíðu viðkomandi. Kristján Sigurjónsson ræddi við Brynhildi Pétursdóttur.