Spegillinn

Samdráttur í byggingum, BSRB og félagsdómur og launahækkanir ráðamanna


Listen Later

Spegillinn 30. maí 2023.
Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM furðar sig á launahækkun ráðamanna, einungis tveimur mánuðum eftir samið var við ríkið og BHM félagar þurftu að sætta sig við krónutöluhámark.
Matvælastofnun rannsakar hvort fuglaflensa varð fjölda lunda á Faxaflóa að aldurtila.
Bandarísk stjórnvöld segjast ekki styðja árásir innan Rússlands. Tvö íbúðarhús í Moskvu urðu fyrir drónaárás í morgun. Rússlandsforseti kennir Úkraínu um árásirnar en Úkraínumenn neita sök. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir sagði frá.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir skynsamlegt að leyfa áfram tollfrjálsan innflutning landbúnaðarvara frá Úkraínu. Tímabundin tollaundanþága fellur að óbreyttu niður um mánaðamótin. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sakar ríkisstjórnina um seinagang
Íslenskir framleiðendur niðursoðinnar þorsklifrar anna ekki eftirspurn vegna vinsælda á erlendum markaði segir Dagur Arnarsson, rekstrarstjóri hjá Iðunni Seafood. Sigrún Þuríður Runólfsson ræddi við hann.
-------------------
Blikur eru á lofti á húsnæðismarkaði, segir Anna Guðmunda Ingvarsdóttir aðstoðarforstjóri Húsnæðis og mannvirkjastofnunar. Hún hefur áhyggjur af samdrætti í íbúðabyggingum - það auki enn á húsnæðisvanda fólks eftir tvö til þrjú ár. Hún hvetur til þess að staðið sé við áætlun um byggingu 4000 þúsund íbúða á ári næstu árin. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Önnu Guðmundu.
Ekkert miðar í samningsátt í deilu BSRB og sveitarfélaga. Helst steytir á kröfu BSRB um hækkanir sem miðist við ársbyrjun en ekki 1. apríl þegar fyrri samningur rann út. Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður og sérfræðingur í vinnurétti segir að hægt sé að fara með ýmis mál til Félagsdóms en þau verði þá annað hvort að varða brot á kjarasamningi eða á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Krafa um leiðréttingu á launum sem var löngu gerður og er runninn út á ekki undir Félagsdóm. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Láru.
Von er á öllum utanríkisráðherrum NATO til Oslóar á morgun ? öllum nema utanríkisráðherra Tyrklands. Sjálfgefið er að rætt verður um möguleg stríðslok í Úkraínu og stefnuna eftir það. Mörg sömu ríki senda sína ráðherra og komu á Evrópuráðsfundinn í Hörpu. Gísli Kristjánsson fréttaritari í Noregi sagði frá.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Þorbjörn Gísla Kolbrúnarson. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

470 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

24 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

28 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

11 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

70 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

9 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

7 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners