Spegillinn

Samdráttur, kreppa og hópuppsagnir


Listen Later

Samdráttur í landsframleiðslu í vor er dæmalaus. Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor telur ástandið þó skárra en það gæti verið og miklu skipti að einkaneysla innanlands haldi áfram að örva hagkerfið. María Sigrún Hilmarsdóttir ræddi við hann og tók líka fólk tali í miðbænum um horfur í vetur.
Öllum starfsmönnum Herjólfs hefur verið sagt upp; horfur eru á að halli af rekstri ferjunnar verði 400 milljónir króna í ár segir Guðjón Ellert Jónsson, forstjóri Herjólfs ohf.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sér fyrir sér að slakað verði á sóttvarnareglum næst þegar þær verða uppfærðar og býst við að senda ráðherra slíka tillögu á næstu dögum. Birgir Þór Harðarson sagði frá.
Samstarfsfólk rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalnys ætlar ekki að leggja árar í bát þó leiðtogi þeirra liggi þungt haldinn á spítala. Héraðskosningar verða í Rússlandi 13. september og þar ætla þau að hvetja fólk til að kjósa eftir ákveðnu kerfi líkt og fyrir kosningar til borgarþings Moskvu í fyrra, segir Lyubov Sobol, lögfræðingur sem starfar hjá stofnun Navalnys. Dagný Hulda Erlendsdóttir sagði frá.
Íbúar á Fljótsdalshéraði hafa stofnað aðgerðahóp til að setja upp varúðarskilti og bjarghringi við Eyvindará þar sem fólk sem stekkur í ána og hefur írekað lent í vandræðum. Rúnar Snær Reynisson ræðir við Sigrúnu Jónu Hauksdóttur stofnanda hópsins.
Danir hyggjast fækka uppsögnum með því að stytta vinnutíma starfsfólks. Það fái atvinnuleysisbætur sem nemi lækkuðu starfshlutfalli. Nikolai Wammen, fjármálaráðherra, sagði að danskt efnahagslíf væri á margan hátt veikara en nokkru sinni frá lokum síðari heimsstyrjaldar.
Bogi Ágústsson tók saman.
----------
Einkaneysla dregst saman, vinnustundum fækkar, og samdráttur landsframleiðslu var sá mesti á öðrum ársfjórðungi sem mælst hefur frá því farið var að mæla hann hér segir Hagstofan. Þessi samdráttur er rúmlega níu prósent og er sprottinn af áhrifum heimsfaraldurs COVID-19 og aðgerðum sem gripið hefur verið til til að sporna gegn útbreiðslu farsóttarinnar. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Karínu Ólafsfdóttur hagfræðing og lektor við Háskólann í Reykjavík.
Um 8000 manns hefur á síðustu sex mánuðum verið sagt upp í yfir 110 hópuppsögum. Vinnumálastofnun hefur aldrei tekið við svo mörgum tilkynningum segir Karl Sigurðsson sérfræðingur hjá stofnuninni.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson. Stjórn útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

456 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

150 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

91 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

25 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

9 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

75 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

32 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

19 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

7 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

7 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

28 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

8 Listeners