Áhrifamiklir Repúblikanar á Bandaríkjaþingi gagnrýna þá ákvörðun Donalds Trumps að láta af stuðningi við Kúrda í Sýrlandi. Fyrir vikið eigi vígasveitir Íslamska ríkisins eftir að margeflast á ný.
Tveggja og hálfs árs bið er eftir ADHD greiningu fyrir börn. Formaður samtakanna segir það óafsakanlegt.
Hægt væri að byggja heilt Úlfars ár dalshverfi og eina Smáralind á svæðinu sem nú fer undir Miklubraut verði hún sett í stokk og fjármagna hluta af kostnaðinum með lóðasölu.
Formaður kennarafélags Fjölbrautarskóla Vesturlands, segir hættu á uppsögnum verði núverandi skólameistari endurráðinn.
Saksóknari á Manhattan fær heimild til að nálgast skattframtöl Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, allt til ársins 2011
Sótt var um styrki til að koma upp hraðhleðslustöðvum fyrir um tæpa tvo milljarða króna. Styrkir frá ríkinu miða við að heildarkostnaður nemi 400 milljónum króna.
Íbúafundur um mögulega sameiningu Djúpavogshrepps, Borgarfjarðarhrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar verður á Egilsstöðum í kvöld
„Fyrsta árið var svolítið skrítið, það vantaði svolítið inn í tilveruna.“ Svona lýsir Jóhann Gunnarsson, þeim tímamótum að hætta að vinna. Þetta vandist með tímanum og hann þakkar það ekki síst þátttöku í Körlum í skúrum, verkefni á vegum Rauða krossins. Skúrinn er við Helluhraun í Hafnarfirði og þangað geta karlar á öllum aldri komið og sinnt ýmsum verkefnum. Spegillinn hitti Jóhann í skúrnum. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við Jóhann Salomon Gunnarsson.
Elizabeth Warren er einna líklegust til að mæta Donald Trump í forsetakosningunum á næsta ári. Trump kallar hana iðulega indjánann eða Pókahontas eftir amerísku frumbyggjakonunni frá sautjándu öld sem öðlaðist heimsfrægð í túlkun Disney í teiknimynd frá 1995. Pálmi Jónasson segir frá