Ljóst er að mál af þessu tagi geta haft áhrif á orðspor íslensks sjávarútvegs og stöðu á alþjóðlegum markaði. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu frá sér um ásakanir á hendur Samherja. Sjávarútvegs- og dómsmálaráðherra Namibíu sögðu af sér í morgun vegna ásakana um að hafa þegið greiðslur frá Samherja í skiptum fyrir kvóta.
Bandaríkjaforseti lét sér meira annt um mögulega rannsókn á Biden-feðgum í Úkraínu en um velferð Úkraínu sem lands. Þetta kom fram í yfirheyslum rannsóknarnefndar Bandaríkjaþings sem fóru fram fyrir opnum tjöldum í dag.
Stefnt er að því að flug milli Bretlands og Akureyrar hefjist á ný næsta vetur. Afar mikilvægt er talið að fylla í það skarð sem breska félagið Super Break skildi eftir sig.