Samkeppniseftirlitið segir drög að samkeppnislögum valda miklum vonbrigðum. Verði þau samþykkt geti Samkeppniseftirlitið ekki skotið niðurstöðum áfrýjunarnefndar til dómstóla en það geti fyrirtæki sem séu ósátt við úrskurði. Hagsmunagæsla öflugra fyrirtækja njóti forgangs en ekki neytendur og smærri fyrirtæki. Jón Hákon Halldórsson ræddi við Pál Gunnar Pálsson, forstjóra Samkeppniseftirlitsins.
Maðurinn sem stal sjúkrabíl í Ósló og keyrði á saklausa vegfarendur er grunaður um morðtilraun, segir Grete Lien Metlid lögreglustjóri í Ósló. Maðurinn er ásamt konu í haldi vegna málsins. Hallgrímur Indriðason sagði frá.
Þórhallur Halldórsson, prófessor í matvælafræði spyr sig hvers vegna selja megi orkudrykki í matvöruverslunum, ólíkt öðrum vörum sem bannaðar séu börnum, til dæmis áfengi.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra mælti síðdegis fyrir frumvarpi sínu um Þjóðarsjóð. Sjóðinum er ætlað að verja þjóðarhag fyrir ófyrirséðum áföllum og tekjur hans geta orðið 15 milljarðar á ári. Milla Ósk Magnúsdóttir fréttamaður hefur fylgst með fyrstu umræðu um Þjóðarsjóð.
Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands og Vladimir Pútín forseti Rússlands tilkynntu um sögulegt samkomulag um Sýrland að loknum fundi þeirra í Sochi í Rússlandi í dag. ÞJóðirnar verði með sameiginlegar öryggissveitir í Norður-Sýrlandi. Vopnahlé sem samið var um til að gefa Kúrdum svigrúm til að fara frá landamærahéruðum lýkur í kvöld.
Ásmundur Helgason, kaffihúsaeigandi við Hverfisgötu í Reykjavík furðar sig á því að framkvæmdum við götuna sé ekki lokið. Framkvæmdir hófust í maí og segir Ásmundur að þær hafi fælt frá kúnna. Viðskiptin gangi ekki sem skyldi. Kristín Sigurðardóttir ræddi við hann.
-------------
Eftir margra mánaða ládeyðu í samningaviðræðum háskólamanna við ríkið náðust samningar við fimm félög um helgina. Þar var samið á svipuðum nótum og í lífskjarasamningi almenna markaðarins. Enn eiga 17 aðildarfélög BHM ósamið við ríkið. Arnar Páll Hauksson segir frá.
Líklega eru rólurnar orðnar fjörutíu ára, segir formaður húsfélags fjölbýlishúss í Reykjavík um tvær sundurryðgaðar rólur í bakgarðinum. Ekkert opinbert eftirlit er með leikvöllum við blokkir. en á leikvöllum borgarinnar þarf að fylgja ítrustu kröfum. Arnhildur Hálfdánardóttir tók saman og ræddi við Árnýju Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, Samin Voshar borgarstarfsmann, Höllu Mjöll Stefánsdóttur hjá Eignaumsjón.
Naruhito Japanskeisari var krýndur í Tokýó í dag. Krýningarathöfnin fylgir miklum og fornum venjum. Keisarinn talaði til