Spegillinn

Samkeppnislagabrot sem fyrnast, gagnrýni á strandveiðar og umdeildir gestir á ísraelskri ráðstefnu um gyðingahatur


Listen Later

Rannsókn héraðssaksóknara á samkeppnislagabrotum fjögurra starfsmanna Samskipa og Eimskips var hætt í desember þar sem of langt hlé hafði verið gert á rannsókninni og hún taldist því fyrnd. Fjórir voru með réttarstöðu sakbornings í nærri sjö ár. Héraðssaksóknari og Samkeppniseftirlitið ætla að ræða stöðuna við dómsmálaráðherra. Formaður Neytendasamtakana segir samkeppnislagabrot hafa lítinn fælingarmátt ef engin sætir ábyrgð. Freyr Gígja Gunnarsson rýndi í málið og ræddi við Ólaf Þór Hauksson og Breka Karlsson.
Sveitarstjórnir víða um land hafa lýst efasemdum um þær breytingar sem ríkisstjórnin hefur boðað á strandveiðum svo tryggja megi 48 daga samfellda vertíð. Ekki hafi verið sýnt fram á hvert eigi að sækja veiðiheimildir fyrir aukna strandveiði. Það megi ekki skerða kvóta til annarra útgerða. Ágúst Ólafsson fjallar um þetta og ræðir við Gylfa Ólafsson og Jón Björn Hákonarson.
Í dag lýkur alþjóðlegri, tveggja daga ráðstefnu í Jerúsalem, um gyðingahatur og hvernig skuli takast á við það. Ráðstefnan er haldin á vegum ráðuneytis um málefni gyðinga utan Ísraels og baráttu gegn gyðingahatri, undir yfirskriftinni: Hver eru helstu öflin á bak við gyðingahatur nútímans? Umræðuefnið er aðkallandi, því andúð og hatur í garð gyðinga hefur sannarlega farið vaxandi í hinum vestræna heimi undanfarin misseri. Þátttaka fjölda evrópskra öfga-hægrimanna hefur hins vegar vakið mikla gagnrýni og margir hættu við þátttöku. Ævar Örn Jósepsson segir frá.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Kormákur Marðarson
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

466 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

154 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

24 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

93 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

28 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

13 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

71 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

29 Listeners

Þungavigtin by Tal

Þungavigtin

23 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

12 Listeners

Eftirmál by Tal

Eftirmál

28 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

8 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

15 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners